Nútímalegt byggingarkerfi

Hús sem byggð eru úr Varmamótum eru hlý varanleg, hagkvæm, létt í viðhaldi og ódýrari í rekstri. Húsin eru byggð úr járnbentri steinsteypu. Bæði sökkull og útveggir eru steyptir upp með Varmamótum, sem þýðir að allir útveggir eru einangraðir að utan og innan. Það hefur ótvírætt marga kosti að einangra hús að utan. Með því móti komast menn hjá frost og alkalískemmdum, sem mikið hefur borið á í íslenskum húsum sem steypt hafa verið síðustu áratugina. Húsin eru ennfremur einangruð að innan. Þannig getum við haldið í hefðbundnar íslenskar aðferðir og haft vatns- og raflagnir innfelldar eins og venja er í íslenskum húsum.

Varmamót, steypustyrktarjárn og steypa

Í allar tegundir húsa

Varmamót ehf. framleiðir mót með fjórum steypuþykktum. Þannig að varmamótin eru ekki eingöngu ætluð í einlyft hús, heldur henta vel í stærri byggingar eins og fjölbýlishús, iðnaðarhús, fiskvinnsluhús, verslunarhús o.fl. En einnig t.d. í sökkla og kjallara undir timbur- og einingahús.

10 cm, 15 cm, 20 cm og 30 cm steypuþykkt.

Einstaklega góð einangrun

Í húsum sem byggð eru með Varmamótum eru engar kuldabrýr og allt viðhald verður minna. Einangrunargildi kerfisins er talsvert meira en jafnaði gerist í íslenskum húsum í dag. Þetta skiptir mjög miklu máli með tilliti til orkusparnaðar. Einangrunin í mótunum er það mikil að auðvelt er að steypa í mótin í frosti. Varmamót fást með þremur þykktum af einangrun, tvisvar sinnum 5 cm, 7.5 cm og 12.5 cm.

Tvisvar sinnum 5 cm, 7.5 cm og 12.5 cm einangrun.

Súlumót

Þar sem bilið milli glugga og hurðagata er minna en 70 cm geta súlumót flýtt mikið fyrir uppslætti veggjanna. Súlumótin eru fáanleg í stærðunum 20, 25, 30, 40, 50, 60 og 70 cm. Ef að bilið milli glugga er stærra en 70 cm verður að taka í sundur endamót (VM-E250/150, VM-E300/200).

Súlumót notuð milli glugga og hurðagata

Hringbeygja

Hringbeygja (VM-H250/150) er nýjung í framleiðslunni. Með hringbeygjum er mögulegt að slá upp og steypa bogalaga veggi á auðveldan og hagkvæman hátt.
Hringbeygjumótin virka eins og keðjuhlekkir sem hægt er að snúa. Mest er hægt að snúa tveimur hringbeygjum um ca. 30 gráður. En það þýðir að hægt sé að mynda hringvegg með minnsta radíus um einn metra. Á hringbeygjunni eru sögunarrákir (með 5 gráðu millibili) sem auðvelda afsögun endanna, en þá þarf að fjarlægja til að veggurinn hafi samfelldan steypukjarna. Á myndinni sést bogaveggur þar sem 25 x 25 cm súlumót eru notuð til að mynda gluggagöt. Hringbeygjan er nýjung sem gefur arkitektum og hönnuðum aukið svigrúm við hönnun húsbygginga.

Hringbeygja

Önnur mót

Varmamót er fjölbreytt byggingarkerfi. Sökkulmót og mót fyrir þensluveggi (VM-O400/2x135,VM-E400/2x135) eru hluti af kerfinu. Í sökkla er algengast að nota 30 cm mót með 20 cm steyptum vegg. Ef gólfplantan er "fljótandi" er best að nota millistykki milli 30 cm og 25 cm (VM-M300/250); til að tengja sökkul við útveggi, en ef gólfplatan er "bundin" við sökkul gerist það ekki þörf. Sökklar eru gerðir úr 30 eða 40 cm þykkum mótum.

Sérframleiðsla

Járnbending fljótleg

Járnalögn er afar einföld. Láréttu járnin leggjast í þar til gerðar raufar í mótunum og lóðrétt járn skorðast af með stýriplötu sem komið er fyrir neðst í veggnum. Stýriplatan er eingöngu sett neðst í veggnum, milli fyrstu og annarrar mótaraðar.

Járnbending

Járnagrind

Ef lóðréttu járnin eru sett niður í annað hvert tengjabil, myndast járnagrind með 30 x 30 cm möskvastærð. Algengast er að í veggjum sé einföld 30 x 30 cm járnagrind. Í sökkla er algengast að járnagrindin sé tvöföld. Þá er möskvastærðin sú sama en önnur járnaröð kemur við hliðina á láréttu og lóðréttu járnunum.

Járnbending möskvi verður 30 cm x 30 cm

Sögunarrákir

Best er að láta allar lengdir ganga upp með 5 cm því mótin hafa láréttar og lóðréttar sögunarrákir með því millibili. Til þess að ná hámarks nýtni úr kerfinu (afskurður verði sem minnstur) er best að allar lengir gangi upp í 15 cm þar sem það er lengdin á milli nælontengjanna í kerfinu.

Sögunarrákir með 5 cm millibili, lárétt og lóðrétt.

Að meðaltali tekur aðeins tvo daga fyrir 2-3 vana menna að slá upp sökkli fyrir íbúðarhús. Úr Varmamótum er hægt að gera sökkla fyrir allar gerðir bygginga, sama hvort húsið sé steypt upp með Varmamótum eða ekki. Veggina í 150 til 200 m2 hús, reisa 2-3 vanir menn auðveldlega á einni viku. Stuttur byggingatími hefur marga kosti í för með sér, t.d. lægri launa-, fjármagns- og húsaleigukostnað. Einnig styttri biðtími eftir húsbréfum og fleira mætti telja.

Auðveld í meðhöndlun

Varmamótin eru létt og meðfærileg. Þegar byggt er með varmamótum eru menn lausir við erfiðan uppslátt með mótatimbri eða hefðbundnum steypumótum. Ekki er þörf á byggingarkrana, það eina sem þarf eru létt handverkfæri. Varmamótin henta mjög vel fyrir þá sem vilja byggja sín hús sjálfir með aðstoð fagmanna.


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is