Einangrunarplast er oft notað sem samheiti fyrir nokkrar gerðir af þenjanlegu plasti. Þessi plastefni eru unnin úr ólíkum efnum og eftir mismunandi vinnsluaðferðum. Í töflunni hér til hliðar er að finna dæmi um mismunandi gerðir af einangrunarplasti.
Einangrunarplast | Hráefni |
EPS og XPS | Styrene |
PUR | Uretane |
PVC | Vinyl |
Frauðplast eða Expanded polystyren (EPS) er ein gerðin af einangrunarplasti. Grunnefnið í EPS er framleitt úr hráolíu og náttúrugasi (pentan).
Plast
Frauðplast er framleitt við að litlar polystyren kúlur eru þandar út með heitri gufu. Þegar búið er að þenja kúlurnar, myndast inní þeim lítil loftrými. Plastkúlurnar eru síðan þurrkaðar og geymdar í sílóum. Eftir þetta er plastkúlunum dælt í mót, þar sem gufa steypir þær saman. Lokaafurðin (frauðplast) er ca. 98 % loft. Frauðplast er hægt að fá bæði sem hefðbundið og tregbrennanlegt. Tregbrennanlegt frauðplast inniheldur lítið magn (max 0,5 %) af íblöndunarefni (HBCD), sem minnkar líkur á því að það kvikni í plastinu. Tregbrennanlegt frauðplast dregst saman í áttina frá hitagjafa (loga). Íblöndunarefnin í plastinu gera það að verkum að þegar logi er fjarlægður, hættir tregbrennanlega frauðplastið að brenna.
Plast
Þrátt fyrir að frauðplast sé létt og auðvelt í meðhöndlun hefur það engu að síður umtalsverðan styrk. Styrkur frauðplasts fer eftir rúmþyngd þess. Eins og sjá má á grafinu hér að neðan er línulegt samband milli rúmþyngdar (kg/m3) og styrks af frauðplasti.
Graf fengið úr staðlinum ÍST EN 13163:2001
Vegna þess hve þrýstiþol frauðplasts er mikið hentar það vel þar sem álag er mikið eins og t.d. á sökkulveggi og undir gólfplötu.
Plast
Eins og áður sagði myndast lítil loftrými í frauðplasti þegar það er framleitt (sjá mynd hér til hliðar). Það er þetta innilokaða, kyrrstæða loft, sem gefur frauðplasti þessa miklu einangrunareiginleika sem það hefur. Kyrrstætt loft leiðir hita mjög illa og hefur eftir því lága leiðnitölu (λ = 0,024) .
Graf fengið úr staðlinum ÍST EN 13163:2001
Það er ákveðið samhengi milli rúmþyngdar og leiðnitölu frauðplasts. Á grafinu hér fyrir ofan, sem sýnir meðal varmaleiðni (λ) og samband þess við rúmþyngd frauðplasts, sést að varmaleiðnin minnkar þar til 30-35 Kg/m3 rúmþyngdar er náð. Á bilinu 30-60 Kg/m3 er lítil sem engin breyting á varmaleiðni frauðplasts.
Plast
Eins og fram kemur hér á undan hefur rúmþyngd frauðplasts áhrif á styrk og varmaleiðni plastsins. Hægt er að flokka frauðplast niður eftir þrýstiþoli (styrk). Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir breytileika í rúmþyngd, varmaleiðni og styrk meðal þessa flokka.
Eiginleiki | EPS 65 | EPS 100 | EPS 150 | EPS 300 |
Rúmþyngd (Kg/m3) | 15 | 20 | 30 | 40 |
λ (W/m°C) | 0,039 | 0,036 | 0,033 | 0,033 |
Styrkur (kPa) | > 65 | > 100 | > 150 | > 300 |
Flokkar af Einangrunarplasti
Plast