Snið- og deilimyndir

Hér er hægt að sækja snið- og deilimyndir sökklum, veggjum, gluggafestingum og járnabendingu. Teikningarnar eru bæði fáanlegar sem pdf og dwg.

Deili og sniðmyndir af sökklum og járnbendingu.

Teikingar af húsum

Hér er hægt að skoða teikningar af ýmsum húsagerðum. Allar teikningarnar eru hannaðar fyrir varmamót og með þeim fylgir mangskrá yfir áætlað magn varmamóta, steypu og járna. Til þess að opna DWF skrárnar þarf að hlaða niður forriti frá Autodesk (Autodesk Design Review) . Smellið á tengilinn og síðan "download now".

Meðfylgjandi þrívíddarmyndir gefa góða yfirsýn yfir ytra og innra skipulag bygginganna. Hægt er að skoða útlitið á alla kanta. Síðan er hægt að "fela" þakið og skoða húsið að innanverðu.

Innra skipulag....

Þrívíddarskrárnar

Með öllum byggingum fylgir þrívíddarmynd af burðarvirkinu. Það samanstendur yfirlett af undirstöðum (sökkulkubbar), steyptri gólfplötu, útveggjum (veggjakubbar), burðarveggjum og súlum og þakvirki.

Þrívíddarmódelin af burðarvirkinu má nota til að áætla kostnað við viðkomandi byggingu, auk þess gefur það mjög góða yfirsýn yfir reisingu þakvirkisins.

þrívíddarmynd af burðarvirki....

Magnskrá

Með öllum húsateikningum fylgir magnskrá, sem nota má til þess að útbúa grófa kostnaðaráætlum. Í henni eru magntölur yfir varmamótin, steypu, járn, þakviði, innveggi, einangrun, gifs ofl.

Hægt er að fara með þessar magntölur í verslanir og fagaðla til þess að fá verð í hina ýmsu hluta byggingarinnar. Síðan eru verðin sett inn í magnskránna (excel skránna), til að meta kostnaðinn.

Í magnskránni eru magntölur yfir varmamót, þaksperru og bita.


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is