Varmamótin

Við framleiðum nokkrar gerðir (línur) af varmamótum. Þær eiga það sameiginlegt að vera 30 cm háar og 1,2 m á legnd. Varmamótin eru síðan flokkuð eftir heildarbreidd og innra máli (steypuþykkt).

Línurnar sem við getum framleitt eru: VM-250/150,VM-250/100, VM-300/200,VM-300/150, VM-400/300 og VM-400/150.

Allar gerðir varmamóta eiga það sameiginlegt að vera 30sm á hæð og 1,2m á lengd.

Lagervara

VM-250/150 og VM-300/200 eru alltaf til á lager. Þetta eru algengustu mótin sem notuð eru í veggi og sökkla.

Þessar gerðir eru með 50 mm einangrun að innan og utan (samtals 100mm), sem uppfyllir vel kröfur um einangrunargildi útveggja.

VM-250/150 og VM-300/200. Steypuþykktin er 150mm og 200 mm.

Meiri einangrun

Við bjóðum einnig upp á gerðir með meiri einangrun. VM-300/150 og VM-250/100 eru með 50% meiri einangrun en lagervaran.

VM-250/100 línan hentar mjög vel í minni einlyft hús, eins og t.d. frístundarhús. Í þessa mótagerð fer næstum helmingi minni steypa, en í hefðbundinn steyptan vegg.

VM-300/150 og VM-250/100

Önnur mót

Við erum líka með mótagerðir með enn meiri einangrun. VM-400/150 er með 25 cm heildareinangrun og hendar t.d. vel í frystiklefa. VM-400/300 línan er með 30 sm steypukjarna og hentar vel í öfluga sökkla.

VM-400/150 og VM-400/300


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is