Hvað eru Varmamót?

Varmamótin eru steypumót úr frauðplasts-einingum. Mótunum er raðað upp í veggi, sem síðan er steypt í. Með Varmamótum sparast mikil vinna við uppslátt og ekki þarf að einangra veggina seinna, því sjálf mótin eru einangrunin.

Þarf að styrkja hornin sérstaklega?

Hornamótin eru veikustu mótin vegna þess að í þeim er lengra á milli plasttengjanna. Mikilvægt er þess vegna að setja góðar styrkingar á öll horn, bæði að utan og innan.

Við hleðslu mótanna verður til afskurður, notast hann ekki?

Allan afskurð er hægt að nota, en best er að hafa hann sem efst í veggjunum þar sem þrýstingurinn á mótin er minnstur. Best er að nota heil mót neðst í veggjunum.

Hvað má steypa háan vegg í einu?

Það er óhætt að raða veggjum upp í fulla hæð 2,5-3m og dæla síðan steypunni varlega í mótin. Mjög góð aðferð er að hlaða vegginn upp í efri brún á gluggum og steypa svo. Síðan er veggurinn kláraður alveg upp og jafnvel þaksperrur settar í og að lokum steypt.

Hvað má steypa háan vegg í einu?

Það er óhætt að raða veggjum upp í fulla hæð 2,5-3m og dæla síðan steypunni varlega í mótin. Mjög góð aðferð er að hlaða vegginn upp í efri brún á gluggum og steypa svo. Síðan er veggurinn kláraður alveg upp og jafnvel þaksperrur settar í og að lokum steypt.

Hvernig er best koma steypu í Varmamótin?

Best er að nota steypudælu og dæla steypunni þannig í mótin. Það er alls ekki ráðlegt að dæla stöðugt í mótin á sama stað, heldur skal farið 5 til 6 hringi í kringum bygginguna með dæluna.

Er sama hvar steypunni er dælt í mótin?

Best er að dæla steypunni niður við lóðréttu stífunar sem settar eru á 60-120 cm millibili því að þar er styrkurinn mestur.

Er einhver hluti veggsins veikari viðkvæmari en annar?

Það hefur sýnt sig í gegnum árin að mótaröð nr. 2 frá sökkli hefur helst viljað springa þegar steypu er dælt í mótin , þess vegna ráðleggjum við mönnum að skrúfa lárétt borð á mótaröð nr. 2. að utan og innanverðu.

Eru mótin viðkvæm að einhverju leiti, er eitthvað sem þarf að varast?

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að einangrunarmót eru viðkvæm og auðvelt er að brjóta þau. Stranglega er bannað að stíga upp á þau eða að setjast á mótin.

Hvaða steypa er notuð í Varmamót?

Mikilvægt er að nota rétta steypu í einangrunarmót. Æskilegt er að kornastærð í steypunni sé ekki stærri en 20 mm og steypan skal einnig vera vel fljótandi (flotefni í steypunni skal vera nægjanlegt).

Má nota "víbrator" í Varmamótin?

Ekki er nauðsynlegt að nota “vibratora” í steypuna, ef steypan er vel fljótandi er nægjanlegt að pískra í steypuna með löngum pískum. Ef menn vilja nota “víbratora” í steypuna skal farið varlega með þá, því auðvelt er að sprengja mótin með öflugum “víbratorum”.

Hvað er gert ef mót springa út þegar steypt er í þau?

Öll steypumót geta sprungið þegar steypt er í þau. Ef mótin springa þá er mikilvægt að halda ró sinni. Hreinsa skal úr sárinu þar sem sprungan myndast og loka sprungunni aftur. Síðan er haldið áfram með steypuvinnuna.


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is