Handbækur

Hér er hægt að sækja Handbók varmamóta og leiðbeiningar fyrir hönnuði. sem er u.þ.b. 40 síðna kynning á varmamótunum og notkun þeirra.

Leiðbeiningar fyirr hönnuði

Handbækur, almenn og leiðbeiningar fyirr hönnuði

Sökklar

Hér er farið í það skref fyrir skref, hvernig við telum að best sé að byggja sökkla úr varmamótum. Byrjað er á tómum púða og farið í gegnum það hvernig létt stuðningsgrind er búin til. Síðan er farið í staðsetningu á fystu kubbum, járnalögn og að lokum er gólfplatan steypt.

Sökklar skref fyir skref!

Veggir

Hér er farið skref fyrir skref í uppslátt veggja úr varmamótum, ofan á sökkul úr varmamótum. Byrjað er á fyrsta kubb sem staðsettur er ofan á sökkulinn. Síðan er veggurinn kubbaður upp röð fyrir röð, járnum komið fyrir á rétta staði og stuðningsgrind reist.

Útveggir skref fyrir skref!

Sperrur og stafnar

Hér er farið skref fyrir skref hvernig sperrur eru steyptar í mótin. Byrjað er þar sem búið er að steypa vegginn, rétt upp fyrir glugga. Farið er í gegnum frágang á sperrum og loftunarrörum og frágang við stafna.

Sperrur og stafnar skref fyrir skref!


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is