Einangrunareiginleikar

Einangrunareiginleiki efna er mismunandi. Hann fer að mestu eftir því hvernig efnin leiða varma. Leiðnitalan (λ) segir til um hversu vel efni leiða varma. Leiðnitalan er efniseiginleiki, þannig að efnisflokkar eins og t.d frauðplast, steinull, timbur og steypa hafa sína einkennandi leiðnitölu, sem þó er lítillega breytileg innan hvers flokks. Myndin hér til hliðar sýnir hversu mikið af frauðplasti, steinull, timbri og steypu eitt og sér þarf til að uppfylla lágmarkseinangrunarkröfu  fyrir útveggi (U = 0,4 W/m2K) samkvæmt bygginga-reglugerðinni.

Einangrunareiginleikar efna verða betri eftir því sem leiðnitalan (λ)er lægri (minni varmaleiðni).

Einangrunareiginleikar efna

Kólnunartala (U-gildi)

Til þess að áætla einangrunargildi einstaka byggingarhluta er oftast stuðst við svokallaða kólnunartölu (U). Kólnunartalan segir til um hversu mikil orka flyst í gegnum einn fermetra af  byggingarhluta þegar hitamunur yfir hann (inni og úti) er ein gráða Kelvin (eða °C). Samkvæmt byggingarreglugerð á að reikna kólnunartölu eftir aðferð sem er að finna í staðlinum ÍST EN ISO 6943:1996 .

Til þess að finna út kólnunartölu útveggjar þarf að finna varmaviðnám (R) í hverju efnislagi veggjarins. Varmaviðnám er fundið út frá þykkt og leiðnitölu efnislagsins, með eftirfarandi sambandi:

þar sem R er varmaviðnám     [m2 K/W]
s er þykkt á lagi       [m]
λ er leiðnitala [W/m K]

Kólnunartalan (U) er síðan fundin sem andhverfa summu varmaviðnáma efnislaga í veggnum að meðtöldu varmaviðnámi innilofts (Ri) og útilofts (Ru).

þar sem

U er kólnunartalan [W/m2K]
Rei er varmaviðnám efnislags [m2 K/W]
Ri er varmaviðnám innilofts [m2 K/W]
Ru er varmaviðnám útilofts [m2 K/W]

Varmamflutningur

Kólnunartala VM-250/150

Í útreikningnum á kólnunartölu VM-250/150 er gert ráð fyrir að veggurinn sé klæddur með 13 mm gipsplötum að innanverðu en 20 mm múrhúð að utan. Í töflunni hér til hliðar er að finna þykkt (s) og leiðnitölu (λ) einstaka efnislags í veggnum. Einnig er í töflunni gefið upp hitaviðnám (R) hvers efnislags, reiknað með jöfnunni hér að ofan. Þegar búið er að finna viðnám allra efnislaga í veggnum má finna kólnunartöluna þannig:

U = 1/ΣR = 1/3,41 = 0,29 [W/m2K]

Útreikingur á kólnunartölu VM-250/150

Efnislag s λ  R
inniloft - - 0,13
gipsplata 0,013 0,18 0,072
frauðplast inni 0,05 0,033 1,52
steypa 0,15 1,6 0,094
frauðplast úti 0,05 0,033 1,52
múrhúð 0,02 0,57 0,035
útiloft - - 0,04
Samtals     3,41

Kuldabrýr

Kuldabrýr geta haft veruleg áhrif á kólnunartölu byggingarhluta. Kuldabrú er svæði, t.d. í vegg eða öðrum byggingarhluta þar sem vel leiðandi efni gengur í gegnum illa leiðandi efni (einangrunarlag). Myndin hér til hliðar er dæmi um kuldabrú. Þarna er rof í einangrunarlaginu þar sem steyptur milliveggur er samtengdur steyptum útvegg. Á þessu svæði á sér stað töluvert meira hitatap en á öðrum stöðum í veggnum.

Kuldabrú


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is