Frauðplastið

Einangrunarplast varmamótanna er gert úr þenjanlegu polystyren (EPS). Þéttleiki þess (30 Kg/m3) er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í frauðplastplötum sem framleiddar eru hér á landi (16 Kg/m3 , 20 Kg/m3 og 24 Kg/m3). En aukin rúmþyngd hefur bæði áhrif á styrk og einangrunareiginleika plastsins.

Eiginleiki Gildi Eining
Rúmþyngd 30 [Kg/m3]
Varmaleiðni 0,033 [W/m K]
Styrkur 150 [kPa]
Raka % * 3,5 Rúmmáls %
Tregbrennanlegt -
* eftir ár í vatnsbaði

Frauðplastið er tregbrennanlegt. Það þýðir að plastið brennur ekki nema að logagjafa sé haldið að því. Þegar logi er fjarlægður hættir plastið að brenna.

Ofan á 75 mm hlið á varmamóti

Einangrunargildi

Einangrun varmamótanna er mjög góð. Ástæðan er bæði vegna framúrskarandi einangrunareiginleika frauðplasts, en einnig vegna órofins einangrunarlags. Einangrunarlagið er ekki rofið með timbur- eða stálgrind. Þetta leiðir af sér að yfirborðshiti innveggja er hár og einsleitur. Einangrun að utanverðu og hár hitamassi steypunnar, takmarkar hitasveiflur og minnkar þar með orkunotkun.

Í töflunni hér að neðan er að finna kólnunartölur fyrir varmamótin. Þær eru reiknaðar fyrir vegg með 13 mm gifsplötum að innan og 20 mm múrhúð að utan (sjá mynd hér til hliðar).

Mótagerð U-gildi (W/m2K)
VM-250/150 0,29
VM-300/200 0,29
VM-400/300 0,29
VM-250/100 0,20
VM-300/150 0,20
VM-400/2x135 0,22
VM-400/150 0,13

Hús byggð með varmamótum eru vel loftþétt (mun þéttari en grindarbyggð hús), meðal annars vegna þess að veggir úr varmamótum samanstanda bæði af þéttri einangrun og steinsteypu.

Engar kuldabrýr, hár hitamassi steypunnar, loftþéttleiki og góðir einangrunareiginleikar frauðplasts eru þau atriði sem gera hús byggð með varmamótum ódýrari í rekstri.

Gifsplata, frauðplasst, steypa, frauðplast og pússning.

Ný byggingarreglugerð (2012)

Með nýrri byggingarreglugerð (2012) eru gerðar auknar kröfur til einangrunnar byggingarhluta. Varðandi útveggi, hefur krafan verið færð úr U-gildi 0,4 í U-gildi 0,25. Þetta þýðir að algengasta mótagerðin okkar (lagervaran, 250/150), uppfyllir ekki lengur kröfu reglugerðarinnar, án viðbótar einangrunnar.

Til þess að ná að uppfylla kröfur nýju byggingarreglugerðarinnar þarf að lágmarki að bæta við 25 mm af einangrun. Þegar veggir eru klæddir að utan með loftandi utanhúsklæðningu (t.d. bárujárn), þarf að hylja plastið með brunaheldu efni. Oft er múr bara dreginn upp milli lektanna, en það uppfyllir ekki einangrunnarkröfu nýju reglugerðarinnar. En ef notuð er 25 mm veggjaplata (steinull) eru báðar kröfur, brunakrafan og einangrunarkrafan, uppfylltar.

Útreikningur á kólnunartölu VM-250/150 + veggjaplata

Efnislag s λ  R
Innra yfirborð - - 0,13
Gifsplata 0,013 0,18 0,072
Frauðplast inni 0,05 0,033 1,515
Steypa 0,15 1,95 0,077
Frauðplast úti 0,05 0,033 1,515
Veggjaplata 0,025 0,035 0,714
Ytra yfirborð - - 0,04
Samtals     4,063
       
       
U-gildi 1/4,063   0,246

Ef ætlunin er að nota VM-250/150 og pússa húsið að innan og utan (eða nota gifsplötur að innan), er hægt að díla auka frauðplastplötu (eða steinull) að innan eða utan og pússa síðan yfir. Eins og áður verður að minnsta kosti að bæta við 25 mm af aukaeinangrun til þess að uppfylla lágmarks einangrunarkröfur nýju byggingarreglugerðarinnar.

Útreikningur á kólnunartölu VM-250/150 + 25 mm auka frauðplast

Efnislag s λ  R
Innra yfirborð - - 0,13
Gifsplata 0,013 0,18 0,072
Frauðplast inni 0,05 0,033 1,515
Steypa 0,15 1,95 0,077
Frauðplast úti 0,05 0,033 1,515
Veggjaplata 0,025 0,035 0,714
Múrhúð 0,02 1,4 0,014
Ytra yfirborð - - 0,04
Samtals     4,077
       
       
U-gildi 1/4,077   0,245

Útveggurinn samanstendur af gifsplötu, 50 mm frauðplasti, 150 mm steypu, 50 mm frauðplasti, 25 mm veggjaplötu, lektum og klæðningu.

Útveggurinn samanstendur af gifsplötu, 50 mm frauðplasti, 150 mm steypu, 50 mm frauðplasti, 25 mm auka einangrun (frauð) og múrkerfi.

Tengin

Tengin sem halda frauðplasthliðum varmamótanna saman er gerð úr endurunnu plasti. Tengi eru sterk og hafa gott skrúfuhald.

Járnin eru lögð í tengin.


Varmamót ehf - Framnesvegi 19 - 230 Keflavík - Sími 421 6800 - Fax 421 4910 - varmamot@varmamot.is